Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 36. fundur,  9. feb. 2022.

fjarskipti o.fl.

169. mál
[16:39]
Horfa

Njáll Trausti Friðbertsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Hér erum við í atkvæðagreiðslu um þjóðaröryggismál sem snýr að áfallaþoli fjarskiptaneta og fjarskiptakerfa. Þetta er mikilvægt mál en í framhaldinu er líka mikilvægt að klára stóra fjarskiptafrumvarpið, sem er þá Kóðinn svokallaði. Ég vona svo sannarlega að við klárum það fyrir júní eða í júní, fyrir sumarfrí, fyrir lok þessarar annar. Það er stórt og mikilvægt mál sem við munum vonandi fá á allra næstu vikum til hv. umhverfis- og samgöngunefndar. En þessi skref sem við erum að taka hér eru mikilvæg og þau varða þjóðaröryggi landsins og ég held að við hér á þingi ættum að huga að þessu í svo mörgum öðrum málum líka. Ég hef þá trú að á næstu misserum förum við með markvissari hætti, eins og í þessu frumvarpi, í þætti sem snúa að þjóðaröryggi Íslendinga. Það er sú von sem ég hef í þessum þingsal, að svo verði á næstunni.