Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 36. fundur,  9. feb. 2022.

umhverfismat framkvæmda og áætlana.

42. mál
[18:51]
Horfa

Flm. (Inga Sæland) (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka Stefáni Vagni Stefánssyni fyrir síðara andsvar sitt. Nei, við teljum að það sé ekki nóg. Þrátt fyrir að hv. þingmaður hafi talið upp haug og helling af alls konar leyfisumsóknum sem þyrfti að senda inn þá veit ég það náttúrlega að — jú, ég get alveg komið mér upp smátúrbínu, eða hvað sem það heitir, við sumarbústaðinn minn til að ná í rafmagn í skúrinn. Það veit ég nú, ég þarf ekki að ganga í gegnum þennan hroða. En varðandi allan þann haug af umsóknum og leyfum sem hv. þingmaður taldi upp þá erum við hér að tala um að við viljum færa þetta úr B-flokki yfir í A-flokk þannig að enn bætist við einn agnúinn fyrir viðkomandi; hann þarf sem sagt að fara með virkjunina sína, væntanlegu, í umhverfismat.