Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 36. fundur,  9. feb. 2022.

virðisaukaskattur.

44. mál
[19:26]
Horfa

Tómas A. Tómasson (Flf):

Virðulegi forseti. Hv. þingheimur. Kæru landsmenn. Tómas hér, kallaður Tommi. Ég kem nú bara hérna til að styrkja Jakob í þessu frumvarpi. Ég held að það hafi verið einhver yfirsjón að setja þetta ekki með flugvélunum og bílunum og ég hefði ímyndað mér að það hefði bara átt að afgreiða þetta sisvona með einu pennastriki. En ef ekki þá hvet ég þingheim til að leiðrétta þetta svo að þeir sem vilja bruna um sjóinn á rafknúnum fleyjum geti gert það til þess að skapa grænt umhverfi sem við erum allir á höttunum eftir. En varðandi skemmtisnekkjur þá er sagt, svona til gamans, að maður sem kaupir sér skemmtisnekkju eða skemmtibát eigi tvo góða daga, daginn sem hann kaupir bátinn og daginn sem hann selur bátinn. Allt þar á milli er puð.