Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 37. fundur,  10. feb. 2022.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

332. mál
[13:08]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Já, það er kannski hægt að karpa við þingið en það er erfiðara að karpa við móður náttúru. En nú er það þannig að í orkunýtingarflokknum eru tillögur sem mismikil andstaða er við í þjóðfélaginu. Sumar fela í sér stækkanir á núverandi virkjunum en aðrar eru á mjög viðkvæmum nýjum svæðum. Nú hefur þessi rammaáætlun verður lögð fram nær óbreytt í samtals átta skipti. Hefði ekki verið betra að leggja smávinnu í að ná fram þjóðarsátt um þetta mikilvæga mál í stað þess að berja hausnum við steininn? Nú er hæstv. ráðherra nýr í þessu embætti og spyr ég því hvort hæstv. ráðherra muni herma eftir forverum sínum í að berja hausnum við steininn eða hvort hann sé tilbúinn að taka þá umræðu sem þarf til að ná sátt um málið.