Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 37. fundur,  10. feb. 2022.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

332. mál
[13:12]
Horfa

umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér finnst bara gott hjá hv. þingmanni að spyrja og ég hef engar áhyggjur af því að hv. þingmaður muni ekki skilja þessi mál. Þá hefði hv. þingmaður breyst í grundvallaratriðum. Ramminn almennt, bæði 4. og 5., það er allt saman gagnsætt ferli. Spurningin er hvenær hann er tilbúinn til þess að ég geti sem ráðherra sent hann í samráðsgátt. Menn geta kallað eftir öllum upplýsingum strax og ég held að mikilvægt sé að gera það. Eina uppleggið sem ég hef í þessu máli er bara það að menn líti á heildarsamhengið sem eru loftslagsmarkmiðin og þau markmið sem við viljum ná, bæði hvað varðar orku, náttúruvernd og annað slíkt. Ég og hv. þingmaður erum sammála um að þingið verður auðvitað að fjalla um þetta og hafa tíma til að fara mjög djúpt í þetta. Við erum búin með tvö andsvör og strax eru ýmis sjónarmið komin upp og þetta mun ekki tæmast í þessum andsvörum.