Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 37. fundur,  10. feb. 2022.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

332. mál
[13:16]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Það er mikilvægt að fá þingið til að fjalla efnislega um málið, segir hérna í tillögunni: Gott og blessað. Ég vísa í spurningar mínar frá því í sérstöku umræðunum hérna áðan, að stefna stjórnvalda skiptir líka máli hvað þetta varðar, því að orkunýting í 3. áfanga er, gróflega áætlað, eitthvað í kringum 11.000 GWst. miðað við að framleiðslan núna er í kringum 19.000 GWst. Maður veltir fyrir sér: Hvað á að nota alla þessa orku í ef niðurstaðan verður sú að þetta verður allt sett í nýtingarflokk? Við erum komin upp í 30.000 GWst., mögulega, ef allt verður virkjað. Ætlum við að samþykkja þetta til þess að hægt sé að knýja fram stóriðjustefnu eða Grænu framtíðina? Eða hver er stefnan varðandi það að nota þetta, því að þetta endist ekki að eilífu. Ef orkunýtingarkosturinn er ekki notaður þá þurfum við að fara yfir hann aftur eftir ákveðinn tíma og sjá hvort forsendurnar hafi breyst.