Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 37. fundur,  10. feb. 2022.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

332. mál
[14:26]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Örstutt varðandi það sem hv. þm. Hanna Katrín Friðriksson kom hér inn á áðan, þessa óundirbúnu fyrirspurn þar sem formaður Framsóknarflokksins sagði að það væri stefna ríkisstjórnarinnar, enda stendur það í stjórnarsáttmála, að fjölga í biðflokki rammaáætlunar áður en hún kæmi fyrir þingið, (Gripið fram í.) sama dag og hæstv. umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sagði hið gagnstæða fyrir þingnefnd. Þess vegna langar mig að spyrja: Kom þessi afgreiðsla ráðherrans samstarfsflokkunum á óvart? Telja samstarfsflokkarnir, og þá Framsókn, sem þingmaðurinn getur náttúrlega einn svarað fyrir — telur Framsókn að hæstv. ráðherra hafi þarna ekki lagt fram tillögu í samræmi við samstarfsyfirlýsingu flokkanna?