Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 37. fundur,  10. feb. 2022.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

332. mál
[14:46]
Horfa

Njáll Trausti Friðbertsson (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka andsvarið. Varðandi vindorkuna þá hef ég kannski verið þeim hópi sem fannst síðustu fjögur ár illa nýtt í þessum málaflokki vegna þess að ég held að það sé mikilvægt að ræða þessi mál og ekki síður bara almennt í þinginu og kannski á landsvísu. Þessi umræða er komin ótrúlega stutt. Ég vil reyna að koma umræðunni af stað, hver sem hún yrði. Það er bara svo mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að ræða vindorkuna. Ég held að það sé bara það sem er allt í einu að spilast upp, sú mynd sem maður er að lesa um og sjá, það sem við sjáum að er að gerast í Evrópu og víðar um heiminn að allt í einu er vindorka orðin, er manni sagt og les í fjölmiðlum, jafnvel hagstæðari kostur en okkar hagstæðustu vatnsaflskostir í framleiddu megavatti. Er þá ekki ástæða til að ræða þessi mál á dýptina þegar það vill svo til að þarna er enn einn orkukosturinn á Íslandi ásamt vatnsafli og jarðvarma þar sem við eigum ótrúlega hagsmuni í? Raforkuframleiðsla á Íslandi stendur undir stórum hluta af útflutningstekjum Íslendinga, stórum hluti af landsframleiðslu Íslendinga. Við erum svo mikil forréttindastétt í raforkumálum að við gerum stundum svolítið lítið úr mikilvægi málsins. Við framleiðum 58 MW, síðast þegar ég vissi, á hvert mannsbarn á ári þegar land númer tvö í heiminum, Noregur, framleiðir 28, eða hvað það er, og löndin í þriðja og fjórða sæti svona 30 til 40% á hvert mannsbarn miðað við það sem við gerum. Þetta er svo stór undirstaða undir okkar efnahagslífi að við þurfum að taka þetta með fullri virðingu og tala um það þannig og hvaða möguleika við eigum til að byggja undir þetta land og framtíð þess. Ég skal koma seinna inn á áframhaldið ef við höldum bara áfram og þú minnir mig á hvað þú vildir heyra.