Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 39. fundur,  22. feb. 2022.

stjórn fiskveiða og lög um veiðigjald.

350. mál
[16:26]
Horfa

matvælaráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrirspurnina. Í sjálfu sér er það alltaf lagatæknilegt atriði með hvaða hætti búið er um sértæka nýtingu eins og hér er um að ræða. Mínir sérfræðingar segja mér að þetta snúist um að nýta þá innviði sem fyrir eru í kerfinu. Í sjálfu sér er ekkert efnislega sem mælir á móti því að hafa sérlög um nýtingu sjávargróðurs eða sérlög um sjávargróður heldur snýst það miklu frekar um með hvaða hætti eðlilegast er að koma því fyrir í löggjöfinni. Aðalatriðið er efnisatriði þeirra mála sem hér er verið að ræða. Þannig að ég hef ekki svar við því sem hv. þingmaður spyr um hér um um umfang innan og utan netlaga. Ég mun leita þeirra upplýsinga og koma þeim til hv. þingmanns að aflokinni umræðu og vonast til að það muni skerpa á málinu enn þá frekar. Að því er varðar þau sjónarmið sem eru rædd í þessu frumvarp er mikilvægt að ná utan um þessa nýtingu með einhverju móti þegar núgildandi lögum sleppir og mitt ráðuneyti telur að það sé gert með bestu móti á þann hátt sem hér er lagt til í frumvarpi.