Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 39. fundur,  22. feb. 2022.

fjármálastefna 2022--2026.

2. mál
[20:18]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (andsvar):

Forseti. Í raun er eina haldbæra atriðið í gjaldastefnu ríkisstjórnarinnar þessi tæpi 1% raunvöxtur, sem hefur verið reiknaður í 0,7% í umsögnum ASÍ. Markmið ríkisstjórnarinnar er á sama tíma að vaxa út úr hallanum. Verið er að reyna að halda óbreyttum útgjöldum, eða 1% raunvexti, og hagvöxturinn á að aukast til að brúa bilið. Mig langar að spyrja hv. þingmann: Gengur þessi gjaldastefna upp? Erum við að fresta sjálfbærninni, miðað við neikvæðari afkomu á meðan? Er það ekki rétt að þrátt fyrir hagsveifluna sé ríkissjóður ósjálfbær eins og er? (Forseti hringir.) Þýðir það ekki að við séum með hagvaxtarháða afkomu? Ef svo er, gengur þá gjaldastefnan upp?