Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 39. fundur,  22. feb. 2022.

fjármálastefna 2022--2026.

2. mál
[21:54]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir fyrirspurnina. Ég var fyrst og fremst að tala um mikilvægi auðlindastefnu að mínu mati, þannig að við værum svolítið skýrt með þá hluti, þ.e. hvernig við ætluðum að nýta þessar auðlindir okkar, hvar væri greitt fyrir notkunina og hvert sú greiðsla rynni. Ég veit að hv. þingmaður er ekki að reyna að flækja málin núna en þetta er svolítið stórt mál og stærra en að ná því akkúrat hér. En bara svo að ég sé algerlega skýr með það, og ég hef verið það þegar kemur að t.d. raforkusamningum svo að dæmi sé tekið, þá er algerlega skýrt að grunnskylda stjórnvalda og okkar sem hér stöndum er að tryggja jafnræði íbúa um land allt. Það á líka við um aðgengi þeirra og kostnað sem nýta sér þessar auðlindir og að geta notið jafnræðis í lífsháttum. Það liggur algerlega skýrt fyrir. Þannig að nei, hvorki hér né fyrr né mun ég gera það að leggja til skattlagningu, auðlindagjald eða auðlindastefnu sem felur það í sér að það verði misræmi á milli íbúa þessa lands þegar þeir nýta sér auðlindir okkar til búsetu.