Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 39. fundur,  22. feb. 2022.

fjármálastefna 2022--2026.

2. mál
[21:55]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Haraldur Benediktsson) (S) (andsvar):

Herra forseti. Við ræðum hérna fjármálastefnu og í fjármálastefnu eru útgjöld ríkissjóðs mörkuð að einhverju marki og líka tekjur ríkissjóðs. Einn af stærri útgjaldaliðum ríkissjóðs, sem sannarlega myndi hafa áhrif á fjármálastefnu, útgjaldastefnu ríkissjóðs til lengri tíma, er þegar við erum að ráðstafa fjármunum til að jafna lífskjör í landinu, t.d. í gegnum niðurgreiðslu dreifikostnaðar til húshitunar og slíkra þátta. Eins og ég tók þessi orð hv. þingmanns, og hún kom inn á það í sínu andsvari að hún væri meira að tala um auðlindastefnuna en skattlagninguna, þá langar mig að skilja hér eftir í seinna andsvari einfaldlega þetta viðhorf: Hvers vegna ekki auðlindagjald af t.d. notkun á heitu vatni?