152. löggjafarþing — 43. fundur,  28. feb. 2022.

Frestun á skriflegum svörum.

[15:01]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Borist hefur bréf frá fjármála- og efnahagsráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 403, um starfslokaaldur hjá opinberum hlutafélögum í eigu ríkisins, frá Birgi Þórarinssyni. Einnig hefur borist bréf frá dómsmálaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 429, um byggðarlög í grennd við eldvirk svæði á Suðurnesjum, frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni.

Þá hefur borist bréf frá mennta- og barnamálaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 375, um aðlögun barna að skólastarfi, frá Ásthildi Lóu Þórsdóttur. Að lokum hafa borist bréf frá félags- og vinnumarkaðsráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 128, um tekjutryggingu almannatrygginga, frá Birni Leví Gunnarssyni, á þskj. 110, um greiðslur Tryggingastofnunar til eldri borgara, frá Óla Birni Kárasyni, á þskj. 432, um samræmda móttöku flóttafólks og þskj. 433, um áætlaðan aukinn kostnað af þjónustu við flóttafólk, báðar frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni.