152. löggjafarþing — 43. fundur,  28. feb. 2022.

mögulega aukin umsvif NATO á Íslandi.

[15:14]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir fyrirspurnina þó að ég geri athugasemdir við það þegar hann segir að afstaða ríkisstjórnarinnar hafa verið á reiki. Hann vísar þar til þess að afstaða Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs sé ekki sú sama og samstarfsflokka okkar. En það liggur líka fyrir, og hefur legið skýrt fyrir frá stjórnarsáttmálanum sem skrifað var undir 2017 og er ítrekað nú, að við stöndum öll með samþykktri þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland þar sem m.a. er kveðið á um aðild að Atlantshafsbandalaginu og í krafti þeirrar þjóðaröryggisstefnu hef ég talað sem fulltrúi íslenskra stjórnvalda á vettvangi Atlantshafsbandalagsins þar sem ég sat leiðtogafund núna á föstudag og fór yfir stefnu íslenskra stjórnvalda í þessum efnum. Þetta hefur ekki verið á reiki, þetta hefur verið algerlega skýrt frá upphafi síðasta kjörtímabils og er enn skýrt.