152. löggjafarþing — 43. fundur,  28. feb. 2022.

uppbætur á lífeyri vegna lyfja o.fl.

[15:29]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra innilega fyrir svörin. Ég er innilega sammála honum en því miður erum við búin að segja þetta svo oft. Alla þá tíð sem ég hef verið á þingi er búið er að segja: Þessi hópur getur ekki beðið lengur. En hann bíður og hann bíður og hann bíður enn. Og hvað gerðum við hér um daginn? Jú, við samþykktum viðspyrnustyrki fyrir fyrirtæki. Gott mál. Það var hægt að afgreiða það á nokkrum dögum hér. En við getum líka hækkað styrki til almannatryggingaþega, við getum hækkað tekjur almannatryggingaþega. Við getum gert þetta allt núna. Þessi hópur á ekki að bíða lengur. Það hlýtur að vera löngu orðið tímabært að við hættum að tala um þessi mál og framkvæmum. Látum þennan hóp ekki bíða lengur.