152. löggjafarþing — 43. fundur,  28. feb. 2022.

fjarskiptaöryggi.

[15:36]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Þetta stafræna stríð hefur varað í átta ár. Það eru til nýleg dæmi um að þingmenn hafi lent í ákveðnum stafrænum árásum, líka innbrotum á stafrænan hátt. Þá veltir maður fyrir sér hvernig aðgerðir stjórnvalda eru að skila sér í auknum vörnum, ef ekki gagnvart þingmönnum þá a.m.k. gagnvart almennum borgurum. Við erum að tala um árás á NATO. Hvað þýðir það í samhengi þess samstarfs sem við tökum þátt í? Þetta er ekkert léttvægt mál í samhengi þess sem er að gerast síðan í raunheimum, á landi. Við erum í varnarsamstarfi sem nær líka til stafrænna samskipta.