152. löggjafarþing — 43. fundur,  28. feb. 2022.

framtíðarumhverfi kjarasamninga og vinnumarkaðsmála.

294. mál
[15:59]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Það er alveg rétt sem komið hefur fram hérna, að við erum með dálítið brotið vinnumarkaðsmódel. Ég tel að eina leiðin til að laga það sé að fá ákveðið akkeri, ákveðinn fastan grundvöll í kjaraviðræður hérna á Íslandi sem næst einungis með því að við séum sammála um kaup og kjör þeirra stétta sem sinna grunnstoðum landsins; í menntakerfinu og í heilbrigðiskerfinu. Þá dugar ekki að stjórnvöld sendi t.d. hjúkrunarfræðinga endurtekið í gerðardóm, aftur og aftur. Það býr ekki til grundvöll að neinni samstöðu um neitt á vinnumarkaðinum. Þannig að við þurfum að byrja þar, með víðtækri samstöðu um það hver laun þessarar stétta eiga að vera sem allir aðrir geta miðað sig við.