152. löggjafarþing — 47. fundur,  7. mars 2022.

Frestun á skriflegum svörum.

[15:01]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Forseta hafa borist bréf þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum. Það er frá utanríkisráðherra við fyrirspurn á þskj. 488, um samskipti við hagsmunaverði og skráningu þeirra, frá Ásthildi Lóu Þórsdóttur. Frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra við fyrirspurn á þskj. 487, um samskipti við hagsmunaverði og skráningu þeirra, frá Ásthildi Lóu Þórsdóttur, og fyrirspurn á þskj. 504, um aðgerðir til að fækka bílum, frá Jóhanni Páli Jóhannssyni. Frá mennta- og barnamálaráðherra við fyrirspurn á þskj. 375, um aðlögun barna að skólastarfi, frá Ásthildi Lóu Þórsdóttur, og fyrirspurn á þskj. 459, um laun og styrki til afreksíþróttafólks, frá Guðrúnu Hafsteinsdóttur.

Að lokum hafa borist bréf frá félags- og vinnumarkaðsráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 201, um úrvinnsla úrbótatillagna í skýrslu Ríkisendurskoðunar um Tryggingastofnun ríkisins og stöðu almannatrygginga, frá Halldóru Mogensen, á þskj. 204, um hækkun frítekjumarks frá Jóhanni Páli Jóhannssyni, á þskj. 309, um áfrýjun dóms Landsréttar um útreikning sérstakrar framfærsluuppbótar, frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, á þskj. 310, um ólögmætar búsetuskerðingar frá Guðmundi Inga Kristinssyni, á þskj. 313, um nýgengi örorku, frá Birni Leví Gunnarssyni, á þskj. 337, um viðurkenningu sjúkdómsgreininga yfir landamæri, frá Andrési Inga Jónssyni, á þskj. 458, um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti, frá Oddnýju G. Harðardóttur, og að lokum á þskj. 480, um samskipti við hagsmunaverði og skráningu þeirra, frá Ásthildi Lóu Þórsdóttur.