152. löggjafarþing — 47. fundur,  7. mars 2022.

mengunarslys vegna gamalla olíutanka.

[15:09]
Horfa

umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S):

Virðulegi forseti. Ég vil bara aftur þakka hv. þingmanni fyrir að vekja athygli á þessu máli. Varðandi þessa einstöku reglugerð sem hv. þingmaður vísaði til þá þekki ég ekki innihald hennar en eins og við vitum auðvitað þá getum við ekki ákveðið líftíma, hvorki tanka né annars, í reglugerð. Ef þeir eru orðnir gamlir og lélegir er hætta á því að þeir leki. Þannig að ég lít bara svo á að hér sé komin góð brýning um mjög mikilvægt mál sem við þurfum að líta sérstaklega til, hvort sem það er í þeim stofnunum sem með þessi mál fara eða í ráðuneytinu, og það verður að sjálfsögðu gert.