152. löggjafarþing — 49. fundur,  9. mars 2022.

um fundarstjórn.

[16:46]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf):

Frú forseti. Ég held að það sé ekki annað að gera hér en að gera hlé á þessum fundi og kalla saman fund í hv. forsætisnefnd og fara yfir málið, fara yfir lagaálit lagaskrifstofunnar og taka skref sem eru sæmandi virðingu og ábyrgð hins háa Alþingis. Hér hefur hæstv. dómsmálaráðherra orðið uppvís að lögbroti. Það gjalda menn fyrir með embætti sínu í nágrannalöndum okkar. Ég skora á þingmenn, þá sem styðja ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, að koma hér upp og segja okkur hvort þeir styðji hæstv. dómsmálaráðherra, Jón Gunnarsson, enn þá í embætti. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)