152. löggjafarþing — 49. fundur,  9. mars 2022.

um fundarstjórn.

[16:59]
Horfa

Jódís Skúladóttir (Vg):

Frú forseti. Sú sem hér stendur er hvorki beygð eða til baka að nokkru leyti og ég frábið mér þá umræðu að ekkert hafi gerst vikum saman og að við séum ekkert að gera því að við fundum að meðaltali einu sinni til tvisvar í viku þar sem við förum yfir gögn sem borist hafa frá Útlendingastofnun. Ríkisstjórnin er væntanlega að gera ýmislegt annað og stendur í kringum eitthvað meira en verk eins ráðherra. Það er verið að sinna mörgum málum á mörgum vettvöngum. Minn flokkur er að veita aðhald. Aðrir flokkar veita annað aðhald. Ég er stolt af því að vera í VG … (Gripið fram í.) — ég veit, þakka þér kærlega fyrir góða ábendingu. (Forseti hringir.) Ég hélt reyndar að maður hefði orðið meðan maður stæði í pontu en ég er náttúrlega ný. En já, ég hef ekki meira um það að segja.