152. löggjafarþing — 50. fundur,  10. mars 2022.

skylda Útlendingastofnunar til að afhenda gögn.

[10:35]
Horfa

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P):

Virðulegi forseti. Ég vil bara rétt bæta við það sem ég var að segja hér áðan og langar að biðja hv. þingmenn um að íhuga hvaða afleiðingar það hefur ef Alþingi lætur það óátalið að stofnun, hvað þá í skjóli og að mér skilst samkvæmt fyrirmælum ráðherra, sinnir ekki lagaskyldu til að afhenda þinginu gögn samkvæmt þingskapalögum. Mig langar bara að biðja hv. þingmenn að íhuga það hvaða fordæmi þetta setur ef við bregðumst ekki við, hvað sem fólki kann að finnast um þetta tiltekna mál.