152. löggjafarþing — 50. fundur,  10. mars 2022.

orð forsætisráðherra um húsnæðismarkaðinn.

[11:35]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Það þarf enginn að vera hissa á því að við séum að ræða þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar. Þetta hefur verið árlegur viðburður síðan ég kom á þing, það dembist allt inn seint og síðar meir og allt fer í hnút. Við verðum líka að átta okkur á því að þingið er svolítið furðuleg stofnun. Samþykkt voru lög um málefni fatlaðra, lögfesting samnings Sameinuðu þjóðanna — það er ekki búið að klára það. Þá var samþykkt mál um hagsmunafulltrúa aldraðra — horfið. Það virðist hvorki duga að samþykkja lög né að fá þingmálaskrá lagða fram. En við megum ekki gleyma, í sambandi við leigumarkaðinn, að þeir sem eru í verstri stöðu er fólk sem er á lægstu almannatryggingabótum og þarf að borga leigu. Þetta er fólkið sem fékk engar hækkanir síðast nema í mesta lagi 1% minna en verðbólgan og það eftir á. Þetta er fólkið sem er núna að ströggla og þetta er fólkið sem á að hjálpa en ríkisstjórnin ætlar sér alls ekki að hjálpa.