152. löggjafarþing — 50. fundur,  10. mars 2022.

orð forsætisráðherra um húsnæðismarkaðinn.

[11:37]
Horfa

Guðbrandur Einarsson (V):

Virðulegur forseti. Hæstv. forsætisráðherra sagði í ræðu hér áðan að rót vandans væri húsnæðisskortur. Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands hafa greinilega komið sér saman um að kenna borgarstjórunum í Reykjavík um það allt saman þrátt fyrir að sá meiri hluti hafi kannski staðið sig best allra meiri hluta á Íslandi í því að úthluta lóðum. Það er annað mál sem mig langar að nefna hér. Það er ekki hægt að leysa húsnæðisskortinn á morgun en það er hægt að setja fjármuni inn í tilfærslukerfið til að styðja við þá sem eiga um sárt að binda vegna þess vanda sem upp er kominn. Ég bendi á húsnæðisstuðning sem hæstv. innviðaráðherra vildi bara slátra. Ég held að ríkisstjórnin ætti að líta sér nær og skoða þá möguleika sem hún getur nýtt til að bæta stöðuna.