152. löggjafarþing — 50. fundur,  10. mars 2022.

orð forsætisráðherra um húsnæðismarkaðinn.

[11:42]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf):

Hæstv. forseti. Hér höfum við sannarlega hitt á snöggan blett hjá ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og innlegg hæstv. ráðherra Lilju Alfreðsdóttur kemur kannski ekki á óvart af því að við vitum af pólitík Framsóknarflokksins. Hún byggist á billegum frösum og loforðum sem aldrei eru uppfyllt og það sama á við í sveitarstjórnum og í landstjórninni. (Gripið fram í: Heyr, heyr.) Þannig er það í hverju einasta sveitarfélagi í mínu kjördæmi, Suðvesturkjördæmi, þar sem Framsóknarflokkurinn er á nokkrum stöðum í meiri hluta, þar eru menn með allt niður um sig í uppbyggingu nýrra íbúða (Gripið fram í: Heyr, heyr) og það vita þingmenn sem sitja hér inni og sitja líka í bæjarstjórnum. Það er svo billegt að benda á höfuðborgina sem stendur undir framkvæmdum í þessu landi, stendur undir byggingu félagslegra íbúða, stendur undir félagslegri aðstoð og stendur undir og með efnaminnsta fólkinu í þessu landi.