152. löggjafarþing — 50. fundur,  10. mars 2022.

orð forsætisráðherra um húsnæðismarkaðinn.

[11:48]
Horfa

menningar- og viðskiptaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F):

Virðulegi forseti. Ég bara man ekki eftir því að það hafi verið svona mikið stuð á þingi í langan tíma og vil þakka stjórnarandstöðunni fyrir það. (Gripið fram í: Alltaf stuð hjá okkur.) Ekki eins mikið og hjá okkur reyndar, enda erum við í ríkisstjórn.

Með leyfi forseta ætla ég aðeins að vitna í síðustu Peningamál Seðlabanka Íslands:

„Árshækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu nam 18,4% í desember sl. en hún jókst verulega framan af síðasta ári samhliða mjög aukinni veltu.“

18,4% og þetta hækkar áfram af því að það skortir húsnæði. Það þýðir ekkert fyrir fólk að koma hingað í pontu og tala um einhver hlutföll. Skiljanlega kemur meiri hlutinn í Reykjavíkurborg, Viðreisn, Píratar og Samfylkingin, og fjallar um einhver hlutföll en það dugar ekki til. (Gripið fram í.) Það dugar ekki ungu fólki (Forseti hringir.) sem þarf (Gripið fram í.) að komast í húsnæði. (Forseti hringir.) Það þarf húsnæði, virðulegur forseti.