152. löggjafarþing — 50. fundur,  10. mars 2022.

orð forsætisráðherra um húsnæðismarkaðinn.

[11:50]
Horfa

Ágúst Bjarni Garðarsson (F):

Virðulegur forseti. Hér hefur átt sér stað mjög áhugaverð umræða um húsnæðismál á höfuðborgarsvæðinu. Mér er bæði ljúft og skylt að koma hér upp og ég sé að það hafa verið skildir eftir pappírar fyrir mig, sem þótti eitt sinn ekki við hæfi. En í allri þessari umræðu verðum við að horfa á staðreyndir máls. Hér hefur Hafnarfjörður verið nefndur á nafn en staðan er einfaldlega sú að það eru allar lóðir í Hafnarfirði farnar. Við eigum ekkert svæði til uppbyggingar. Það er búið að úthluta öllum þessum lóðum, á kjörtímabilinu 2018–2022, og uppbyggingin er hafin af miklum krafti. Þetta eru 7.000 íbúðir fyrir 17.000 íbúa. Eina sveitarfélagið sem á land fyrir nýbyggingar er Reykjavík og ég mæli bara með því að hv. þm. Logi Einarsson (Gripið fram í.) fari og ræði við sinn borgarstjóra og hvetji hann til uppbyggingar í borginni. (Gripið fram í.)

(Forseti (BÁ): Þingmenn eru beðnir um að gera út um sín mál utan kallfæris við salinn.)