152. löggjafarþing — 50. fundur,  10. mars 2022.

orð forsætisráðherra um húsnæðismarkaðinn.

[11:52]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Nú fer verðbólgan upp, vextir fara upp, leiguverð hækkar sjálfkrafa, afborganir af lánum hækka og þetta bitnar harkalega á fólki sem má ekki við slíkum breytingum. Ég vil benda hæstv. ráðherra Lilju Alfreðsdóttur á ágæta grein sem birtist í Kjarnanum eftir Sigurð Guðmundsson skipulagsfræðing þar sem farið er yfir útgjöld til félagsmála á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstaðan þar er sú að árið 2020 greiddi Reykjavíkurborg tveimur þriðju hærra á íbúa til félagsmála (Gripið fram í.) heldur en öll önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Ég held að fólkinu sem nær ekki endum saman sé ekki skemmt að hlusta á (Forseti hringir.) fullyrðingar úr lausu lofti gripnar (Mennrh.: Rangt.) hjá hæstv. ráðherrum (Mennrh.: Rangt) og ættu frekar að gera líkt og (Forseti hringir.) hv. þm. Guðbrandur Einarsson sagði áðan, virkja tilfærslukerfin sem eru til, vaxtabætur, húsaleigubætur og barnabætur. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)