152. löggjafarþing — 50. fundur,  10. mars 2022.

orð forsætisráðherra um húsnæðismarkaðinn.

[11:57]
Horfa

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P):

Herra forseti. Hér erum við búin að ræða um húsnæðismál. Ég ætla að leyfa mér að skipta um umræðuefni og ræða nokkuð sem ég held kannski að forseti sé meira sammála mér um að heyri undir fundarstjórn forseta. Hér fyrr í dag kom ég upp og óskaði eftir því að herra forseti gerði grein fyrir því hvað hann ætlaði að gera til að stöðva lögbrot stjórnsýslunnar gagnvart þinginu og annar hv. þingmaður óskaði eftir upplýsingum um hvað fælist í þeim samskiptum sem forseti hefði þegar átt í þessum tilgangi. Þar sem ekki komu svör við sérstaklega síðari spurningunni ætla ég bara að ítreka þá spurningu til hæstv. forseta.