152. löggjafarþing — 50. fundur,  10. mars 2022.

orð forsætisráðherra um húsnæðismarkaðinn.

[11:58]
Horfa

Ágúst Bjarni Garðarsson (F):

Virðulegur forseti. Þessi umræða verður alltaf áhugaverðari eftir því sem fleiri taka hér til máls. Það sem ég hef einfaldlega verið að benda á í þessari umræðu, sem hv. þm. Andrés Ingi Jónsson þekkir greinilega ekki, er svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins til 2040. Hafnarfjarðarbær hefur alla tíð tekið virkan þátt í þeirri vinnu. Það sem við höfum verið að segja er einfaldlega að við getum ekki þanið okkur meira út, við þurfum bæði að (HVH: Þétta.) brjóta nýtt land og þétta, akkúrat hv. þm. Helga Vala, byggð um leið. Það er nákvæmlega það (Gripið fram í.) sem er að gerast í Hafnarfirði. Það er nákvæmlega það sem er að gerast í Hafnarfirði. Já, Reykjavík hefur svæði til nýbyggingar og á að sér nýta sér það.