152. löggjafarþing — 50. fundur,  10. mars 2022.

orð forsætisráðherra um húsnæðismarkaðinn.

[11:59]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (V):

Virðulegi forseti. Minn ástkæri ylhýri Hafnarfjörður er hér til umræðu. Ég er íbúi í Hafnarfirði. Það er bara einfaldlega staðreynd að okkur hefur fækkað undir stjórn Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna, þar undir er m.a. formaður bæjarráðs í Hafnarfirði. Þannig er bara staðan og talandi um framsýni þá var framsýnin ekki meiri en svo í bænum að það mátti ekki nefna orðið borgarlína framan af. Svo allt í einu núna er bærinn vaknaður til lífsins en það breytir ekki því að við Hafnfirðingar eru mjög aftarlega á merinni þegar kemur að borgarlínu. Það var enginn metnaður í upphafi. Það var metnaður í Kópavogi. Þar eru komnar tvær línur fyrir hvað, 2027 eða 2028? En við Hafnfirðingar fáum ekki að sjá borgarlínu sem skiptir lykilmáli fyrir uppbyggingu þéttingarsvæða, til að koma upp öflugu starfi í heima í Hafnarfirði, fyrr en 2033, 2034, 2035, af því að metnaðarleysið var algert. Það mátti ekki minnast á borgarlínu eins og við sjáum reyndar í ríkisstjórnarsáttmálanum, það er ekki minnst á hana þar heldur. (Forseti hringir.) Þetta er öll framsýnin heima í Hafnarfirði.