152. löggjafarþing — 51. fundur,  14. mars 2022.

Frestun á skriflegum svörum.

[15:05]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Forseta hefur borist bréf frá matvælaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 372, um ráðstöfun Fiskistofu á aflaheimildum, og þskj. 387, um línuívilnanir til fiskiskipa, báðar frá Lilju Rafneyju Magnúsdóttur, og fyrirspurn á þskj. 383, um aflaheimildir, frá Ingu Sæland.

Einnig hefur borist bréf frá utanríkisráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 508, um dvalar- og atvinnuréttindi fyrir ungt fólk, frá Höllu Signýju Kristjánsdóttur.