152. löggjafarþing — 51. fundur,  14. mars 2022.

hagnaður sjávarútvegsfyrirtækja og veiðigjöld.

[16:07]
Horfa

Sigmar Guðmundsson (V):

Frú forseti. Það kæmi mér ekkert á óvart að við kæmum ykkur kannski á óvart. — Þau verða nú eiginlega ekkert mikið óljósari svörin. Það var óskaplega skýrt spurt og skautað nokkuð hressilega í kringum, svo sem eins og hæstv. ráðherra hættir stundum til. Spurningin er einföld. Það liggur fyrir þingmeirihluti fyrir því að hækka veiðigjöld. Þessi þingmeirihluti er alveg skýr. Nú er spurningin: Ætlar hæstv. ráðherra að beita sér fyrir því að sá þingmeirihluti komi skýrt fram, óháð vilja ríkisstjórnarinnar, og tryggja þá að þjóðin fái sanngjarnari arð? Ég fagna orðum hæstv. ráðherra, í aðdraganda þessa kléna svars, um að gott væri að þeir sem gætu greitt meira myndu greiða meira. Ætlar hæstv. ráðherrann að tryggja að þingmeirihlutinn ráði þessu? (Gripið fram í: Heyr, heyr.)