152. löggjafarþing — 51. fundur,  14. mars 2022.

matvælaöryggi.

[16:15]
Horfa

matvælaráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg):

Virðulegur forseti. Hv. þingmaður kemur hér inn á mjög mikilvægan þátt sem lýtur að raforkukostnaði við grænmetisframleiðslu og það skiptir miklu máli, enda er um það sérstaklega fjallað í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. En ég vil nefna, til viðbótar við þá þætti sem ég fór yfir hér áðan, orkuskipti í landbúnaði og bættar samgöngur. Það er betri nýting á áburði og aukin framleiðsla á innlendum áburði. Allar þær aðgerðir sem verða til þess að auka á vægi hringrásarhagkerfisins, draga úr kolefnisspori, draga úr loftslagsáhrifum og þar með að styrkja og styðja við fæðuöryggi hér innan lands.