152. löggjafarþing — 51. fundur,  14. mars 2022.

um fundarstjórn.

[16:33]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf):

Frú forseti. Mér finnst ofboðslega billegt af hæstv. ráðherra að tala hérna til stjórnmálakonu á þann hátt að hún sé æst, ráði ekki við sig, sé stressuð. Nú má vel vera að hæstv. menningar- og viðskiptaráðherra hafi verið slegin niður í ríkisstjórninni með hugmyndir sínar um að koma til móts við tekjulág heimili vegna hækkandi verðbólgu og vaxta, að leggja á hærri bankaskatt, jafnvel hvalrekaskatt á stórútgerðir. Þetta er eitthvað sem hún talaði um núna fyrir nokkrum vikum og sagði allan þingflokk Framsóknarflokksins vera á bak við. Það má vel vera að hæstv. ráðherra sé svekkt yfir því að hafa verið slegin niður með þetta því að um leið og hún kallaði eftir þessu stigu hæstv. fjármálaráðherra og hæstv. forsætisráðherra fram og sögðu ekkert í þessa veru vera á teikniborðinu. En við hljótum að gera þá kröfu að hæstv. ráðherra sé ekki vegna þessara mála (Forseti hringir.) að koma hingað inn í þingið og sjúkdómsgreina sérstaklega þingmenn stjórnarandstöðunnar með þessum hætti.