152. löggjafarþing — 51. fundur,  14. mars 2022.

um fundarstjórn.

[16:50]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Virðingu Alþingis hefur hrakað mikið. Ég segi alveg eins og er, síðan ég kom inn á þing hefur endalaust verið talað um að nú þurfi að hífa upp virðingu Alþingis. En ég held að því miður gangi það ekki upp og það versnar bara. Það koma einhverjir og segja: Bíddu, ert þú í þessu liði? Já, ég er í þessu liði. En ég held að ráðherrar þurfi nú aðeins að fara að líta í eigin barm. Þeir geta ekki bara endalaust komið og valtað yfir þingið, hvort sem það er með því að gera ekki neitt eða hreinlega með því að segja við fólk að það megi ekki tala og spyrja í óundirbúnum fyrirspurnum þannig að ráðherrar móðgist eitthvað. Þeim ber að svara. Og að vera með einhvern skæting, það sýnir nákvæmlega hvernig þetta er; ráðherrarnir bera enga virðingu fyrir Alþingi eða þingmönnum.