152. löggjafarþing — 51. fundur,  14. mars 2022.

réttindi sjúklinga.

150. mál
[18:59]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Það er ágætt að skoða einmitt samhengið á milli þessara mála. Dómsmálaráðherra hvetur undirstofnun sína til að brjóta lög við veitingu ríkisborgararéttar með lögum á sama tíma og dómsmálaráðherra reynir að hagnýta sér stríðsástand í Úkraínu til að kreista í gegn frumvarp um breytingu á lögum um útlendinga. Því frumvarpi er ætlað að skjóta lagastoð undir lögbrot sem framin hafa verið af Útlendingastofnun á síðustu misserum. Til dæmis voru palestínskir flóttamenn sviptir þjónustu, þvert á lagabókstafinn, og frekar en að horfast í augu við að þar hafi mannréttindi verið brotin og stjórnsýslan ætti helst bara að skammast sín þá vill hún breyta lögunum þannig að þau verði ólög. Sama er hæstv. heilbrigðisráðherra að gera varðandi réttindi sjúklinga. Ábending (Forseti hringir.) umboðsmanns Alþingis segir ekki að það eigi að búa til þessa lagastoð, það á bara að hætta að pynda fólk.