152. löggjafarþing — 51. fundur,  14. mars 2022.

réttindi sjúklinga.

150. mál
[19:00]
Horfa

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (V) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég kem hér upp bara til að segja og nefna hið augljósa, að við erum komin á þann stað með virðingarleysi við Alþingi í þessu tiltekna málið að það er farið að bitna, ekki aðeins á því máli heldur á framvindu og framgangi annarra mála í þingsal. Ég veit að hæstv. heilbrigðisráðherra ber enga ábyrgð á þessu máli hér en mér finnst það segja mikla sögu um þær ógöngur sem við erum komin í að hér erum við að hefja 1. umr. um óskaplega mikilvægt mál, viðkvæmt mál þar sem grundvallarhagsmunir eru undir og við þurfum að rjúfa þá umræðu vegna þess að hv. þm. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttur er réttilega og eðlilega að gera það eina sem hún getur til að halda þessum málstað á lofti. En þetta er staðan sem við erum í. Við ættum að vera að ræða allt annað mál.