152. löggjafarþing — 52. fundur,  15. mars 2022.

um fundarstjórn.

[13:32]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Það vakti undrun að sjá núna rétt fyrir hádegi að forseti Alþingis tók mál nr. 4 af dagskrá, réttindi sjúklinga, en um er að ræða gríðarlega mikilvægt mál sem þarfnast vandlegrar umræðu hér í þingsal. Það var ekki að greina neinn bilbug á hæstv. heilbrigðisráðherra varðandi þetta mál í gær og þess vegna vil ég spyrja hæstv. forseta: Hvað veldur því að þetta mál, sem í gær var sagt að þyrfti vandlega umræðu hér á Alþingi, er skyndilega, með nokkurra mínútna fyrirvara að segja má, tekið af dagskrá þingsins?