152. löggjafarþing — 52. fundur,  15. mars 2022.

um fundarstjórn.

[13:43]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P):

Herra forseti. Það er eitt að stjórnvöld viðhafi ekki samráð við hagsmunasamtök sjúklinga þegar á að lögfesta það hvernig grundvallarréttindi eru tekin af sjúklingum. Við höfum rætt það samráðsleysi, ræddum það í ræðum í gær um tveggja klukkutímaskeið. En samráðsleysi við forseta er eitthvað sem ég hef líka áhyggjur af í þessu máli, að forseti hafi upplýsingar frá ráðherra, um að ráðherra vilji málið af dagskrá, en geti ekki tjáð sig meira um afdrif málsins. Það skiptir verulegu máli, t.d. fyrir skipulag þingstarfanna, hvort þetta frumvarp á að halda áfram í 1. umr. óbreytt eða hvort ráðherrann sé að gera það eina rétta í stöðunni, að taka málið í hús og vinna það betur. Þetta mál getur ekki hlotið þinglega meðferð eins og það stendur í 1. umr. í dag. Það hlýtur hvert og eitt okkar að sjá. Mér finnst forkastanlegt að forseti hafi (Forseti hringir.) ekki fengið nánari útlistun hjá ráðherranum um þetta. En hér eru nú Framsóknarþingmenn á hverju strái. Við getum kannski fengið eitthvert þeirra til að segja okkur hvert planið er.