152. löggjafarþing — 52. fundur,  15. mars 2022.

um fundarstjórn.

[13:48]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M):

Hæstv. forseti. Ég ætlaði að koma hér upp af því að flokkssystir mín, hv. þm. Ágústa Ágústsdóttir, fór að tala um aðbúnað og stóla. Ég var varaþingmaður 2013–2016 og síðan þingmaður frá 2017–2021 og í millitíðinni, frá því að ég var varaþingmaður og þangað tel ég gerðist þingmaður, var ræðupúltinu breytt. Áður fyrr gat ég hækkað það hingað upp og lesið það sem ég hafði skrifað í ræðum. Síðan var það lagað til að fatlaðir geti komið hér upp og haldið ræður og við það lækkaði púltið. Ég er bæði stór og sjónskertur og sé illa það sem stendur á blaðinu nema það sé mjög stórt skrifað. Það má örugglega laga þessa stóla, sem eru nú kannski ekki síðan 1881, og eins að taka mið af því að ræðustóllinn passi fyrir allar stærðir og eins þá sem sjá illa.

Að öðru leyti er mjög gaman að vera kominn hingað og í gær var eins og ég væri að horfa á framhaldsþátt um Verbúðina, þegar rætt var um veiðigjöld. Það er gaman að vera kominn aftur.