152. löggjafarþing — 53. fundur,  21. mars 2022.

um fundarstjórn.

[15:12]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf):

Virðulegi forseti. Þessi uppfærða þingmálaskrá staðfestir svo vel hvar þessi ríkisstjórn stendur í félagsmálum og gagnvart hinu opna og frjálsa samfélagi. Afglæpavæðing neysluskammta dettur út, mál sem snýst um að taka á vanda fíkniefnaneytenda í heilbrigðiskerfinu en ekki í réttarkerfinu, en útlendingafrumvarpi dómsmálaráðherra skal haldið til streitu, frumvarpi sem snýst um að skerða réttindi fólks sem sækist eftir alþjóðlegri vernd á Íslandi, sem snýst um að herða útlendingastefnu Íslands. Það skal fá afgreiðslu og fá umfjöllun hér í þinginu en ekki afglæpavæðing neysluskammta, ekki aðstoð við þann jaðarsetta hóp. Þannig er forgangsröðunin. Þetta er ríkisstjórn sem stendur fyrir íhaldssemi og afturhald. Þetta er ríkisstjórn sem stendur gegn frjálslyndi í félagsmálum og þessi uppfærða þingmálaskrá markast af því.