152. löggjafarþing — 53. fundur,  21. mars 2022.

um fundarstjórn.

[15:20]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P):

Forseti. Hér í síðustu viku sáum við undur og stórmerki gerast í þinginu. Það var hæstv. ráðherra sem hlustaði á þingsal og dró til baka mál sem var mjög umdeilt af því að í því hefðu verið mannréttindabrot ef það hefði verið samþykkt. Við erum með annað slíkt frumvarp á dagskrá, útlendingalög. Var það dregið til baka í uppfærðri málaskrá? Ó, nei. Þar á að lögfesta mannréttindabrotin.

Hæstv. forseti. Við þurfum að passa okkur hér innan veggja hins háa Alþingis að setja ekki lög sem brjóta mannréttindi. Það væri mun nær lagi að taka þetta útlendingafrumvarp og, rétt eins og hæstv. heilbrigðisráðherra gerði, fara í betra samráð og laga það sem laga þarf (Forseti hringir.) til að sátt sé um jafn alvarlegt mál.