152. löggjafarþing — 55. fundur,  23. mars 2022.

Frestun á skriflegum svörum.

[15:02]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Forseta hafa borist bréf frá utanríkisráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 488, um samskipti við hagsmunaverði og skráningu þeirra, frá Ásthildi Lóu Þórsdóttur, á þskj. 603, um flutning hergagna til Úkraínu, frá Rósu Björk Brynjólfsdóttur, á þskj. 589, um innleiðingu tilskipunar um aðgengi vefsetra opinberra aðila og smáforrita þeirra fyrir farartæki, frá Ingu Sæland, á þskj. 582, um B-2 sprengiflugvélar, frá Andrési Inga Jónssyni.

Einnig hafa borist bréf frá heilbrigðisráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 544, um aðgerðir á ábyrgð ráðuneytisins gegn ofbeldi og afleiðingum þess, frá Andrési Inga Jónssyni, og á þskj. 562, um geðheilbrigðismál, frá Kolbrúnu Baldursdóttur.