152. löggjafarþing — 56. fundur,  24. mars 2022.

listamannalaun.

408. mál
[16:58]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Eins og ég kom inn á áðan þá eiga þeir sem hafa lagt mikið til íslenskrar menningar og listar allan heiður og þakkir skilið. Ég er bara að segja það að heiðurlistamannalaunin eru ekki rétta leiðin, enda er það mjög takmörkuð leið. Það er fjöldinn allur af listamönnum sem eiga þann heiður skilinn að fá viðurkenningu fyrir sín störf en komast ekki á þennan 25 manna lista af ýmsum ástæðum. Og ef þau starfa áfram í sinni list og vilja halda áfram geta þau t.d. sótt í listamannalaunin og haldið áfram þar, af því að það er enginn að tala um að fella þau brott.