152. löggjafarþing — 57. fundur,  28. mars 2022.

Frestun á skriflegum svörum.

[15:05]
Horfa

Forseti (Oddný G. Harðardóttir):

Forseta hefur borist bréf frá matvælaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 484, um samskipti við hagsmunaverði og skráningu þeirra, frá Ásthildi Lóu Þórsdóttur. Einnig hefur borist bréf frá dómsmálaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 542, um aðgerðir á ábyrgð ráðuneytisins gegn ofbeldi og afleiðingum þess, frá Andrési Inga Jónssyni. Þá hefur borist bréf frá félags- og vinnumarkaðsráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 543, um aðgerðir á ábyrgð ráðuneytisins gegn ofbeldi og afleiðingum þess, frá Andrési Inga Jónssyni, og fyrirspurn á þskj. 583, um kærur til úrskurðarnefndar velferðarmála vegna ákvarðana Tryggingastofnunar ríkisins, frá Ásthildi Lóu Þórsdóttur.