152. löggjafarþing — 57. fundur,  28. mars 2022.

um fundarstjórn.

[15:58]
Horfa

Tómas A. Tómasson (Flf):

Virðulegi forseti. Hv. þingmenn og þjóð sem er að horfa. Mér var sagt það í gær að það væru 7.000 manns sem horfðu reglulega á Alþingissjónvarpið, þannig að við erum vinsæl. [Hlátur í þingsal.] Ég er með vangaveltur út af frumvarpi Pírata sem Þórhildur Sunna er búin að vera að ræða um hérna í pontunni. Ég er með nokkrar spurningar. Strangt til tekið er ég fíkill. Ég er óvirkur alkóhólisti og alkóhólistar eru fíklar, þannig að strangt til tekið mætti ég vera með neysluskammta á mér. En vangavelta mín er þessi: Hver er fíkill og hver ætlar að dæma um það hver er fíkill? Ókei. Hvað er neysluskammtur stór og hvað má fíkill vera með marga neysluskammta á sér? Hver er það sem metur hver er fíkill? Nákvæmlega hverjum telja þeir sem bera fram þetta frumvarp að sé hagur í að frumvarpið verði samþykkt? Ég spyr.