152. löggjafarþing — 57. fundur,  28. mars 2022.

um fundarstjórn.

[16:09]
Horfa

Lenya Rún Taha Karim (P):

Forseti. Mig langar að taka undir með hv. þm. Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur um vönduð vinnubrögð þingsins og orð hæstv. innviðaráðherra. Fyrst ráðherrar ríkisstjórnarinnar telja í alvöru að vinnubrögðin hafi ekki verið góð við afgreiðslu á frumvarpi Pírata um afglæpavæðingu, þrátt fyrir að aðrir þingmenn hafi sýnt fram á annað í sínum ræðum, þá ætti hæstv. heilbrigðisráðherra að stunda góð vinnubrögð sjálfur, t.d. með því að bjóða fulltrúum neytenda, þess hóps sem refsistefnan hefur mest áhrif á, að sitja í starfshóp um frumvarp um afglæpavæðingu á vörslu neysluskammta vímuefna. Ef hæstv. ráðherra hyggst vinna þetta frumvarp sjálfur í stað þess að hleypa frumvarpi Pírata í gegn þá vona ég innilega að hann geri það vel.