152. löggjafarþing — 57. fundur,  28. mars 2022.

málarekstur ráðherra fyrir dómstólum.

423. mál
[17:22]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf):

Frú forseti. Ekki kæra, var haft eftir Sigrúnu Helgadóttur náttúrufræðingi þegar hún hafði kært skipun þjóðgarðsvarðar í Skaftafellsþjóðgarði gamla samkvæmt gömlum jafnréttislögum. Þegar Hafdís Ólafsdóttur kærir stöðuveitingu ráðuneytisstjóra í mennta- og menningarmálaráðuneytinu er hún að nýta rétt sinn samkvæmt lögum og niðurstaðan er samkvæmt því og því er öllu alvarlegra að ráðherrann beiti öllum þunga ríkisins. Ríkið sjálft fer í einstaklinginn. Þetta valdaójafnvægi á ekki að líðast. Það á að taka yfirvegaða pólitíska ákvörðun um það hvernig sé farið í þessi mál. En fyrst á auðvitað að virða niðurstöðu kærunefndarinnar. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)