152. löggjafarþing — 57. fundur,  28. mars 2022.

skoðun ökutækja og hagsmunir bifreiðaeigenda á landsbyggðinni.

228. mál
[17:46]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P):

Frú forseti. Við megum ekki gleyma af hverju við skoðum bifreiðar. Það er til þess að tryggja öryggi en það er líka til að tryggja það að hlutir eins og lekar orsaki ekki skaða í umhverfinu. En þetta er þjónusta sem við þurfum að geta boðið upp á alls staðar á landinu. Hvernig gerum við það? Ekki með því að bara skoða það. Við þurfum virkilega að hugsa út fyrir boxið og finna leiðir til þess að geta tryggt bæði byggðasjónarmiðin og öryggis- og umhverfissjónarmiðin því að það síðasta sem við megum gera er að gefa afslátt af öryggi eða umhverfi.